Ísland - Túnis

Ég vil benda áhugasömun á, þar sem fréttaflutningurinn af þessu móti er í skötulíki, að hægt er að horfa á leikinn í beinni á vef IHF.  Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og slóðin er http://www.ihf.info/front_content.php?idcat=293  Góða skemmtun og áfram Ísland!
mbl.is „Bjartsýnn á að strákarnir nái sínum besta leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Mig langar mikið til að sjá leikinn...en sá engan broadcast link ! á hvaða link er smellt til að sjá leikinn ?

brahim, 29.7.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Sigurður Snæberg Jónsson

Þú semellir einfaldlega á slóðina sem ég gaf upp hún er virk,  http://www.ihf.info/front_content.php?idcat=293 þá kemurður inná síðu IHF um mótið.  Ofarlega á síðunni í dálknum lengst til vinstri er tengill sem heitir LiveScore, þú smellir á hann, þá sér þú báða leiki dagsins og þú velur réttan leik.

Sigurður Snæberg Jónsson, 29.7.2009 kl. 17:25

3 identicon

Sæll, hérna er hægt að horfa á leikinn eða bara fylgjast með skorinu á þessari slóð? Vegna þess að það er ekkert að hægt að smella á leikinn.

Jón (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Sigurður Snæberg Jónsson

Sælir félagar.  Það er gaman að sjá að ég ekki einn um að sýna þessu áhuga.  Því miður held ég að það sé rétt tilgetið hjá þér Jón að það er bara hægt að fylgjast með skorinu á þessari slóð.  Ég hélt lengi vel að tengillin kæmi ekki upp fyrr en nær dregur leik, en það var óskhyggja.  Það hefur nefnilega oft verið hægt að horfa á leiki á vef IHF.  Kannski er ég að rugla í EHF, í það minnsta sá ég einhverja leiki í meistaradeildinni á netinu.  Eitt er víst að fjölmiðlar okkar sinna þessu skammarlega lítið, sem sést best á því að þessi litla frétt er hefur vikið fyrir 4 formúlufréttum, en þrjár þeirra eru ,,gamlar". með fullri virðingu fyrir formúlunni.  En þetta var svona líka fyrir nokkrum árum þegar U-19 varð Evrópumeistari, Með Ásgeir, Atla, Andra, Einar og alla þessa snillinga, sem nú eru orðnir stórir.  Maður átti fullt í fangi með að fylgjast með því móti, og það var varla hægt!

Sigurður Snæberg Jónsson, 29.7.2009 kl. 18:17

5 identicon

Ísland vann 33-31. Takk fyrir linkinn.......Veitti okkur feðgum æðislega skemmtun.

Gísli Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:35

6 identicon

Mér finnst við ættum allir að hringja í RUV á morgun og biðja um að fá úrslitaleikinn sýndan. Hann hefst kl. 19:30 á föstudaginn.

Lalli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband