Bloggið

Ég hef lengi haft óbeit á bloggi og bloggurum.  Mér hefur þótt þetta afar hallærislegt og heimskulegt fyrirbrigði og ljóður á annars ágætri tækni sem netið er.  Heimskulegastar eru þó athugasemdarfærslurnar við fréttir!

Það kom því vel á vondan þegar ég innritaði mig í Háskóla Íslands að mér var gert að halda úti bloggsíðu, sem hluta af skilduverkefnum í ,,Upplýsingatækni í skólastarfi´´.  Ég er því undir það búinn að taka á móti skömmum og svívirðingum frá reyndum bloggurum, en vonandi þó frekar vel rökstuddum athugasemdum um mikilvægi bloggsins.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Velkominn og ég er að mörgu leyti sammála þér.

Hins vegar vona ég að þú eigir eftir að sjá að bloggið er líka ágætis innsýn í samfélagið og tengir saman fólk sem annars hefði ekki kynnst.

Bloggið er líka leiksvið fáránleikans og þessvegna oft mjög fræðandi um mannsandann og hina ýmsu bresti hugans. Fyrir mér er bloggið eins og lítið barn sem gaman er að eiga við þótt maður skilji ekki allt sem það segir og maður verði oft bæði undrandi og pirraður á uppátækjunum.

 Bloggið er það sem við gerum úr því og er ágætur prófsteinn á hugtök eins og málfrelsi og skoðanafrelsi....en það er líka fullt af bulli og nöldri.

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Sigurður Snæberg Jónsson

Takk fyrir þetta Haraldur. Það eru nákvæmlega svona athugasemdir og pælingar sem ég var að vonast eftir að fá!

Sigurður Snæberg Jónsson, 25.9.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband